top of page
Writer's pictureGuðmundur G. Hauksson

Markþjálfun og félagsleg virkni getur bætt lífið

Markþjálfun greinir þína stöðu og mótar bestu viðbrögð

Markþjálfun hjá Framför er samstarfsverkefni þar sem þú getur fengið aðstoð við að finna þína leið eftir að þú greinist með krabbamein eða hvernig þú getur best mótað þín eigin viðbrögð eftir meðferð.

Að vinna með markþjálfa er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Hann aðstoðar þig við að greina þá þætti sem þú þarft í verkefnið, vinnur með þér að því að setja upp aðgerðaráætlun, hvetur þig á leiðinni og hjálpar þér að ná framförum. Margir eiga erfitt með að taka fréttum um greiningu á krabbameini. Þá þarf að endurskoða allt lífið og móta gagnvart sjálfum sér hvernig eigi að taka á þessu. Viðfangsefni markþjálfara er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni og sérhæfða aðferðarfræði. Markþjálfi vinnur með þér í þessu og finnur með þér þína bestu leið til að takast á við þetta.

  • Hafðu tilgang í lífinu Tilgangur í lífinu getur minnkað eða horfið hjá aðilum sem greinast með krabbamein og þeirra aðstandendum. Framför er með markþjálfun og námskeið til að takast á við þetta.

  • Lifðu með tilhlökkun Þega þú greinist með krabbamein getur lífsgleðin minnkað. Í meðferð skiptir miklu máli að hafa jákvætt hugarfar og Framför er með fjölbreyttan stuðning og fræðslu í þessum efnum.

  • Skapaðu góðar venjur Stór hluti af því að takast á við krabbamein er að skapa góðar venjur. Heilbrigt mataræði, góð hreyfing og sjálfstyrking skipta miklu máli. Framför er með stuðning og fræðslu í þessu.

Comments


bottom of page