top of page
Writer's pictureGuðmundur G. Hauksson

Hvað finnur þú á vefsíðunni www.framfor.is?

Internetið er ágætt til síns brúks en það þarf samt að fara varlega ef byggja á viðbrögð og fá upplýsingar þegar krabbamein er annars vegar – sérstaklega til að fá fyrstu viðbrögð þegar áfall við greiningu er í hæstu hæðum.


Við hjá Krabbameinsfélaginu Framför segjum stundum að við séum “fyrsta hjálp” eða ná körlum og/eða mökum inn í “mjúka lending”.  Við í félaginu höfum allir fengið krabbamein í blöðruhálskirtli og átt við framhaldið á ýmsa vegu – sumir beint í brottnám, aðrir í virkt eftirlit (jafnvel í mörg ár), enn aðrir í geisla og fleira.  Við vitum því hvernig er að vera í stöðu karla sem fá krabbann. 


Þá er bara að hafa fljótlega samband við okkur – við gerum allt sem við getum og ef betra fyrir viðkomandi að fá aðra þjónustu þá þekkjum við ágætlega til.  Allt snýst um að veita sem bestar upplýsingar og aðstoð. Krabbameinsfélagið Framför hefur því opnað heimasíðu – www.framfor.is -  þar sem mikið er af efni sem gæti hjálpað. 


Krabbameinsfélagið Framför er með flotta heimasíðu – www.framfor.is - þar sem mikið er af efni sem gæti hjálpað.

Þar má meðal annars finna strax á forsíðu hvað Framför er að gera og ætlar sér að gera, hvað þjónustu verður boðið uppá en auk þess eru myndbönd af uppskurði og viðtöl við nokkra karla sem hafa fengið krabba.

Svo eru ýmsir dálkar sem þar sem farið er nánar í starfið og upplýsingar.
  • Félagsstarfið. Þar t.d. sagt frá hvaða stuðningshópar og samstarfsaðilar eru í boði.

  • Svör lækna eru mörg stutt myndbönd, 1-2 mínútur, þar sem læknar svara einföldum spurningum, sem oft brenna á vörum karla með blöðruhálskrabba og ekki síður mökum þeirra.

  • Fræðsla er með spurningar eins og Varstu að fá greiningu, Varstu að klára meðferð, Ertu í virku eftirliti og Ertu maki eða aðstandendi. Þar er líka að finna nýlegar fréttir úr starfi Framfarar.

  • Reynsla eru sögur nokkurra karla, hvernig þeir brugðust við fréttum af sínum krabba og hvað þeir gerðu í kjölfarið – líðan þeirra og líf.

  • Um Framför segir allt um starfið og meira til, eiginlega allt sem Krabbameinsfélagið Framför er að gera.

  • Viðburðir er listi yfir hvað er á döfinni hjá Framför og samstarfsaðilum en reynt er að koma þarna viðburðum hvaðan svo sem þeir koma – sama hvaðan gott kemur.

Comments


bottom of page